Haukar í eldlínunni í dag 30. september 2005 00:01 Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja. "Århus GF spilar hraðan handbolta og það er eiginlega alltaf skoruð mörg mörk í leikjum liðsins. Markvarslan og varnarleikurinn verða að vera í góðu lagi. Möguleikar Hauka felast fyrst og fremst í því að vera grimmir í vörninni og þora svo að sækja hratt þegar færi gefst. Ég hef fulla trú á Haukum þó að Århus GF sé óneitanlega sterkt lið." Einn Íslendingur leikur nú með Århus GF en það er hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson, en hann lék með ÍR áður en hann hélt utan fyrir rúmlega einu ári. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, segir leikmenn sína vera óhrædda og staðráðna í því að standa sig vel. "Danskur handbolti er mjög hraður og skemmtilegur og ef við ætlum að standa okkur gegn Århus GF þarf einbeiting leikmanna að vera í góðu lagi. Hún hefur ekki verið nógu góð í öllum leikjunum í DHL-deildinni en hefur þó batnað með hverjum leiknum. Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun í hópnum og þetta á eftir að verða hörkuleikur." Kvennalið Hauka keppir tvo leiki gegn svissneska liðinu St. Otmar um helgina og fer fyrri leikurinn fram í dag á Ásvöllum. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður í liði Hauka, vonast til þess að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina. "Við vitum nú ekki alveg hverju við eigum von á og því verðum við að vera einbeittar þegar í leikinn er komið. Við hlökkum mikið til þess að spila þessa leiki og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í báðum leikjunum. Vonandi fjölmenna stuðningsmenn okkar á leikinn." Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira
Það verður hart barist á Ásvöllum í dag þegar kvenna- og karlalið Hauka í handbolta verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í handbolta. Karlaliðið mætir danska liðinu Århus GF í C-riðli Meistaradeildar Evrópu en Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur leikið með báðum liðunum og þekkir því vel til þeirra beggja. "Århus GF spilar hraðan handbolta og það er eiginlega alltaf skoruð mörg mörk í leikjum liðsins. Markvarslan og varnarleikurinn verða að vera í góðu lagi. Möguleikar Hauka felast fyrst og fremst í því að vera grimmir í vörninni og þora svo að sækja hratt þegar færi gefst. Ég hef fulla trú á Haukum þó að Århus GF sé óneitanlega sterkt lið." Einn Íslendingur leikur nú með Århus GF en það er hornamaðurinn Sturla Ásgeirsson, en hann lék með ÍR áður en hann hélt utan fyrir rúmlega einu ári. Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, segir leikmenn sína vera óhrædda og staðráðna í því að standa sig vel. "Danskur handbolti er mjög hraður og skemmtilegur og ef við ætlum að standa okkur gegn Århus GF þarf einbeiting leikmanna að vera í góðu lagi. Hún hefur ekki verið nógu góð í öllum leikjunum í DHL-deildinni en hefur þó batnað með hverjum leiknum. Ég finn fyrir mikilli tilhlökkun í hópnum og þetta á eftir að verða hörkuleikur." Kvennalið Hauka keppir tvo leiki gegn svissneska liðinu St. Otmar um helgina og fer fyrri leikurinn fram í dag á Ásvöllum. Guðbjörg Guðmannsdóttir, hornamaður í liði Hauka, vonast til þess að fá sem flesta áhorfendur á leikina um helgina. "Við vitum nú ekki alveg hverju við eigum von á og því verðum við að vera einbeittar þegar í leikinn er komið. Við hlökkum mikið til þess að spila þessa leiki og að sjálfsögðu ætlum við okkur sigur í báðum leikjunum. Vonandi fjölmenna stuðningsmenn okkar á leikinn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira