Innlent

Þorsteinn ritar sögu þingræðis

Forsætisnefnd hefur ráðið Þorstein Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins og síðar sendiherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Tilefnið er að um þessar mundir er öld liðin frá því þingræði var tekið upp á Íslandi. Skipuð hefur verið tveggja manna ritnefnd sem í eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson, prófessor í sagnfræði, og dr. Ragnhildur Helgadóttir, lektor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík. Forsætisnefnd fól höfundi og ritnefnd að skilgreina í upphafi starfs síns verklag og efnistök og leggja fram kostnaðar- og tímaáætlun fyrir verkið. Tillögur og áætlanir nefndarinnar verða síðan lagðar fyrir forsætisnefnd Alþingis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×