Innlent

Rækjuveiðar og -vinnsla í uppnámi

Rækjuveiðar og -vinnsla er að hrynja hér á landi eins og við greindum frá nýverið og í gær var öllum 25 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Íshafs á Húsavík sagt upp frá og með morgundeginum. Einnig var tilkynnt í gær að fækkað yrði um helming, eða 30 manns, í rækjuvinnslu Strýtu á Akureyri og framvegis yrði unnið þar á einni vakt. Það fækkar því um 55 störf í þessari grein í þessum tveimur nágrannasveitarfélögum, en nýverið var öllum sagt upp í rækjuvinnslu Frosta í Súðavík og rækjutogaranum lagt. Ástæður þessa eru einkum tvær. Annars vegar aukinn kostnaður við veiðarnar vegna minnkandi afla á togtíma sem leitt hefur til þess að nú stunda aðeins 10 til 15 skip úthafsrækjuveiðar, en voru 50 í fyrra og mun fleiri fyrir aðeins nokkrum árum. Hins vegar lækkandi afurðaverð á heimsmarkaði vegna offramboðs, einkum frá Grænlandi og Kanada og loks má svo nefna ört hækkandi olíuverð sem enn dregur úr áhuga útvegsmanna á að stunda rækjuveiðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×