Innlent

Varað við óveðri á Gemlufallsheiði

Vegagerðin varar við við óveðri á Gemlufallsheiði og þá er Hrafnseyrarheiði ófær. Aðrar heiðar á Vestfjörðum er verið að moka. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og í Bröttubrekku og eins eru hálkublettir eða snjóþekja sumstaðar á Snæfellsnesi og í Dölum. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Vatnsskarði en hálka á Þverárfjalli. Á Öxnadalsheiði er hálka og skafrenningur en Lágheiði er ófær. Þá er hálka eða snjóþekja víða á Norðausturlandi og austur yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er víðast verið að hreinsa fjallvegi en almennt er autt í byggð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×