Innlent

Seldu til fagfjárfesta í BNA

Íslandsbanki gekk í dag frá samningi um skuldabréfaútgáfur fyrir rúmlega 1 milljarð bandaríkjadollara, sem jafngildir um 66 milljörðum íslenskra króna. Um 40% útgáfanna voru seld til bandarískra langtímafjárfesta og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur banki selur skuldabréf til bandarískra fagfjárfesta. Sala bréfanna í Bandaríkjunum, inn á stærsta fjármagnsmarkað heimsins, er mikill áfangi fyrir bankann þar sem bankinn hefur unnið að því undanfarið að laða til sín nýja fjárfesta. Skuldabréfaútgáfurnar eru tvær, annars vegar til þriggja ára og hins vegar til fimm ára. Markaðssetningu þeirra var aðallega beint að fjárfestum í Bandaríkjunum og Asíu en einnig var selt til evrópskra fjárfesta. Þetta er í fyrsta sinn sem að norrænn banki gefur út alheimsskuldabréf þar sem ekki er um að ræða víkjandi skuldabréfaútgáfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×