Kornakrar fallnir víða um land 28. september 2005 00:01 Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum héruðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórðunginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn uppskerunni. "Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði," segir Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum. "En það verður seinlegra að ná því." Svo fremi að þreskivélarnar geti ekið um akurinn er hægt að ná uppskerunni, en þó þarf að aka þeim mun hægar. Tíðarfarið á Norðurlandi hefur verið kornbændum mjög óhagstætt. Mikil úrkoma hefur verið í ágúst og kalt í september. "Við höfum verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það," segir Gunnar á Stóru-Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst það fari að frjósa til að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni í hús. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síðustu daga. Fyrirfram var búist við því að kornuppskera ársins í ár yrði um 11.000 tonn, en þá var búið að taka tillit til þess að sumarið var ekki jafnhlýtt og síðustu sumar þar á undan. Búast má við því að uppskeran verði nokkuð minni. Alls var korni sáð í 3300 hektara á landinu í vor, en nú eru nokkur hundruð þeirra fallnir. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum héruðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórðunginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn uppskerunni. "Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði," segir Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum. "En það verður seinlegra að ná því." Svo fremi að þreskivélarnar geti ekið um akurinn er hægt að ná uppskerunni, en þó þarf að aka þeim mun hægar. Tíðarfarið á Norðurlandi hefur verið kornbændum mjög óhagstætt. Mikil úrkoma hefur verið í ágúst og kalt í september. "Við höfum verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það," segir Gunnar á Stóru-Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst það fari að frjósa til að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni í hús. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síðustu daga. Fyrirfram var búist við því að kornuppskera ársins í ár yrði um 11.000 tonn, en þá var búið að taka tillit til þess að sumarið var ekki jafnhlýtt og síðustu sumar þar á undan. Búast má við því að uppskeran verði nokkuð minni. Alls var korni sáð í 3300 hektara á landinu í vor, en nú eru nokkur hundruð þeirra fallnir.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira