Kornakrar fallnir víða um land 28. september 2005 00:01 Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum héruðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórðunginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn uppskerunni. "Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði," segir Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum. "En það verður seinlegra að ná því." Svo fremi að þreskivélarnar geti ekið um akurinn er hægt að ná uppskerunni, en þó þarf að aka þeim mun hægar. Tíðarfarið á Norðurlandi hefur verið kornbændum mjög óhagstætt. Mikil úrkoma hefur verið í ágúst og kalt í september. "Við höfum verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það," segir Gunnar á Stóru-Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst það fari að frjósa til að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni í hús. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síðustu daga. Fyrirfram var búist við því að kornuppskera ársins í ár yrði um 11.000 tonn, en þá var búið að taka tillit til þess að sumarið var ekki jafnhlýtt og síðustu sumar þar á undan. Búast má við því að uppskeran verði nokkuð minni. Alls var korni sáð í 3300 hektara á landinu í vor, en nú eru nokkur hundruð þeirra fallnir. Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum héruðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórðunginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn uppskerunni. "Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði," segir Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum. "En það verður seinlegra að ná því." Svo fremi að þreskivélarnar geti ekið um akurinn er hægt að ná uppskerunni, en þó þarf að aka þeim mun hægar. Tíðarfarið á Norðurlandi hefur verið kornbændum mjög óhagstætt. Mikil úrkoma hefur verið í ágúst og kalt í september. "Við höfum verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það," segir Gunnar á Stóru-Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst það fari að frjósa til að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni í hús. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síðustu daga. Fyrirfram var búist við því að kornuppskera ársins í ár yrði um 11.000 tonn, en þá var búið að taka tillit til þess að sumarið var ekki jafnhlýtt og síðustu sumar þar á undan. Búast má við því að uppskeran verði nokkuð minni. Alls var korni sáð í 3300 hektara á landinu í vor, en nú eru nokkur hundruð þeirra fallnir.
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira