Kornakrar fallnir víða um land 28. september 2005 00:01 Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum héruðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórðunginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn uppskerunni. "Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði," segir Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum. "En það verður seinlegra að ná því." Svo fremi að þreskivélarnar geti ekið um akurinn er hægt að ná uppskerunni, en þó þarf að aka þeim mun hægar. Tíðarfarið á Norðurlandi hefur verið kornbændum mjög óhagstætt. Mikil úrkoma hefur verið í ágúst og kalt í september. "Við höfum verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það," segir Gunnar á Stóru-Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst það fari að frjósa til að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni í hús. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síðustu daga. Fyrirfram var búist við því að kornuppskera ársins í ár yrði um 11.000 tonn, en þá var búið að taka tillit til þess að sumarið var ekki jafnhlýtt og síðustu sumar þar á undan. Búast má við því að uppskeran verði nokkuð minni. Alls var korni sáð í 3300 hektara á landinu í vor, en nú eru nokkur hundruð þeirra fallnir. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Kornakrar féllu víðast hvar á Norðurlandi um helgina og einnig í sumum héruðum á Vesturlandi. Verst urðu bændur úti í Skagafirði þar sem aðeins var búið að þreskja fjórðunginn af um 400 hekturum. Einnig urðu Eyfirðingar illa úti, en þar voru um 180 hektarar af 500 ekki komnir í hús. Bændur í þessum héruðum hyggjast þó reyna að ná inn uppskerunni. "Við látum nú ekki trufla okkur smáatriðin hérna í Skagafirði," segir Gunnar Sigurðsson á Stóru-Ökrum. "En það verður seinlegra að ná því." Svo fremi að þreskivélarnar geti ekið um akurinn er hægt að ná uppskerunni, en þó þarf að aka þeim mun hægar. Tíðarfarið á Norðurlandi hefur verið kornbændum mjög óhagstætt. Mikil úrkoma hefur verið í ágúst og kalt í september. "Við höfum verið með sunnlenskt veður síðan í ágústbyrjun, endalausar rigningar, og kunnum ekkert á það," segir Gunnar á Stóru-Ökrum. Úr því sem komið er vill hann helst það fari að frjósa til að þreskivélarnar geti farið um akurinn. Bændur eru almennt ekki tryggðir fyrir skemmdum á uppskeru. Á Austurlandi er talið að kornakrar hafi víðast staðið veðrið af sér, en þar kvarta menn einnig undan vætutíðinni og hafa áhyggjur af því að ekki takist að ná allri uppskerunni í hús. Kornskurði er hins vegar að mestu lokið á Suðurlandi, en það slapp að mestu við óveðrið síðustu daga. Fyrirfram var búist við því að kornuppskera ársins í ár yrði um 11.000 tonn, en þá var búið að taka tillit til þess að sumarið var ekki jafnhlýtt og síðustu sumar þar á undan. Búast má við því að uppskeran verði nokkuð minni. Alls var korni sáð í 3300 hektara á landinu í vor, en nú eru nokkur hundruð þeirra fallnir.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira