Innlent

Óveður á Snæfellsnesi

Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi og Fróðárheiði þar sem jafjnframt er krap á vegi. Á Holtavörðuheiði er éljagangur og hálkublettir. Á Vestfjörðum er ófært á Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli. Það er verið að moka Klettsháls en þar er bálhvasst. Eins er verið að opna norður í Árneshrepp. Á Norðurlandi er Lágheiði ófær en krap og éljagangur á Öxnadalsheiði. Krapi og hálkublettir eru á Mývatnsheiði og Mývatns- og Möðrudaslöræfum. Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og eins upp að Kárahnjúkum, hálkublettir á Breiðdalsheiði og krap á Öxi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×