Handboltinn í dag 23. september 2005 00:01 Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Sjá meira
Það má reikna með hörkuleikjum í DHL-deildinni í handbolta í dag, þrír leikir fara fram í karlaflokki og einn í kvennaflokki. Fréttablaðið fékk Jóhannes Bjarnason, yfirþjálfara hjá yngri flokkum KA, til þess að spá í leikina. Þór - Stjarnan "Ég varð nú svolítið undrandi þegar ég sá spána hjá forráðamönnum félaganna í deildinni, en þeir höfðu litla trú á Þór. Ég held að Þór muni standa sig vel í vetur því það eru margir góðir leikmenn í liði Þórs sem verða örugglega sterkir á heimavelli. Að auki vann Þór Stjörnuna í Reykjavíkurmótinu á dögunum þannig að ég spái góðum sigri hjá Þór." HK-ÍBV Björgvin Gústavsson og Ólafur Víðir Ólafsson fóru frá HK til ÍBV fyrir veturinn og má búast við því að þeir láti mikið að sér kveða í leiknum í dag. "HK þarf nauðsynlega að vinna leikinn og gerir það held ég. Það verður örugglega frekar einkennilegt fyrir strákana sem fóru frá HK til ÍBV að spila þennan leik. Bæði lið byrjuðu leiktíðina illa og þurfa því nauðsynlega að vinna en ég reikna með því að HK vinni leikinn nokkuð örugglega." Afturelding-Selfoss Efnilegt lið Aftureldingar, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs, mætir liði Selfoss á heimavelli sínum í Mosfellsbæ. "Afturelding mun vinna stóran sigur á Selfoss. Ég hef mikla trú á Aftureldingu og er viss um að liðið mun koma liða mest á óvart í vetur. Ég var ósáttur við hugarfar leikmanna hjá Aftureldingu í fyrra þegar illa gekk hjá liðinu. Ég man þegar ég stýrði KA á síðasta tímabili þá spiluðum við skelfilega á móti þeim í Mosfellsbænum en unnum samt, bara vegna þess að Afturelding gekk ekki á lagið. En núna virðist vera annar bragur á liðinu og ég er viss um að þessir efnilegu strákar gera það gott í vetur. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins er í liði Aftureldingar, Ernir Hrafn Arnarson, og hann á eftir að skora mikið í vetur." Stjarnan-KA/Þór í DHL-deild kvenna "Ég hef mikla trú á stelpunum í KA/Þór. Þær eru efnilegar og munu bæta sig mikið í vetur. En ég held þó að Stjarnan sé með of sterkt lið fyrir þær að þessu sinni. Stjörnuliðið er sterkt og verður í toppbaráttunni í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Sjá meira