Helgi Sigurðsson á leið heim 13. september 2005 00:01 "Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló. Íslenski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
"Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló.
Íslenski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira