Erlent

Fimm látnir af völdum sýkinga

Fimm manns eru taldir hafa látist af völdum sýkinga sem rekja má til mengaðs vatns í kjölfar yfirreiðar fellibylsins Katrínar yfir suðurríki Bandaríkjanna. Frá þessu greindu sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum í dag. Svo virðist sem fólkið hafi sýkst af bakteríu sem skyldi er kólerubakteríunni og er algeng í sjó í Mexíkóflóa. Óttast var að farsóttir myndu breiðast út á flóðasvæðunum í kjölfar hamfaranna en yfirvöld hafa reynt að koma í veg fyrir það með því að flytja fólk í burtu frá stöðum eins og New Orleans þar sem allt er umflotið menguðu vatni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×