Erlent

Fórnarlömg flugslyss jörðuð

Frumniðurstöður rannsóknar á flugslysinu leiða í ljós að hugsanlega hafi blað í einum hreyfli vélarinnar bilað með þeim afleiðingum að flugmennirnir náðu ekki eðlilegu flugtaki, en vélin fórst skömmu eftir flugtak. Foreldrar fimm ára drengs tóku gleði sína að nýju eftir að hafa talið hann látinn, er hann fannst á lífi á spítala í borginni. Hann hafði verið um borð í vélinni ásamt föður sínum en orðið viðskila við hann í slysinu. "Ég var sannfærður um að hann væri látinn," sagði faðirinn, Tagor Pandjaitan. Enn hafa ekki verið borið kennsl á 33 lík en fjöldi fólks sem saknar ættingja sinna hefur eytt síðustu tveimur dögum í leit ástvina í líkhúsi í borgin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×