Erlent

Tómar rútur sendar til baka

Tíu rútur sem sendar voru frá höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, til að flytja flóttamenn frá New Orleans sneru aftur tómar því aðeins fannst ein hræða sem var tilbúin til að yfirgefa borgina og fara til Washington. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú ákveðið að beita hörku til þess að fjarlægja þá sem enn þrjóskast við að yfirgefa borgina en fram að þessu hefur verið reynt að tala fólk til. Nú þykir hætta á smitsjúkdómum orðin svo mikil að það verði að flytja fólk burt með góðu eða illu. Talið er að allt að tíu þúsund manns séu enn í borginni og neiti að fara þaðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×