Erlent

Taldir hafa smitast af taugaveiki

Óttast er að hátt í 400 manns hafi veikst af taugaveiki í bænum Delmas vestur af Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Talið er að fólkið hafi drukkið mengað vatn og hafa yfirvöld sent hundrað heilbrigðisstarfsmenn til bæjarins til þess að takast á við vandann. Staðfest er að 18 manns séu með taugaveiki í bænum, en veikina má rekja til salmonellubakteríu sem veldur m.a. niðurgangi og hita og getur leitt til dauða ef ekki brugðist við honum með sýklalyfjagjöf. Yfirvöld hafa hvatt fólk til að sjóða allt neysluvatn og tilkynna um það ef fólk fái hita eða niðurgang. Taugaveiki hefur komið upp af og til í fátækari bæjum Suður-Afríku, en hún berst aðallega í menn með eitruðum mat eða menguðu drykkjarvatni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×