Erlent

Réttindi verði skert vegna varna

Þegnar ríkja Evrópusambandsins kunna að þurfa að sætta sig við afnám einhverra borgaralegra réttinda ef á að vera hægt að verja þá fyrir hryðjuverkamönnum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta eru skilaboð Breta til Evrópuþingsins, en Bretland gegnir nú forsæti í Evrópusambandinu. Charles Clarc, innanríkisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum Evrópuþingsins að rétturinn til þess að lifa væri yfirsterkari presónuvernd. Hann varaði dómara í dómstólum Evrópuríkjanna við því að ef þeir gerðu sér ekki grein fyrir þessu yrði að huga að breytingum á evrópska mannréttindasáttmálanum. Vinstri vængurinn í evrópskum stjórnmálum hefur brugðist illa við tilraunum Breta til þess að herða löggjöf um hryðjuverk og segja að þar sé gengið of langt. Bretar verði að gera sér grein fyrir að hryðjuverkamenn eigi að njóta sömu mannréttinda og fórnarlömb þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×