Erlent

Umferðarmiðstöð í stað turna

Víglsuathöfn fyrir nýja lestar- og rútustöð sem mun rísa þar sem tvíburaturnarnir stóðu var haldin í New York í gær. Samgöngumiðstöðina, sem verður um leið eins konar minnisvarði, á að opna síðari hluta ársins 2009. Gert er ráð fyrir að um 80 þúsund manns, sem ferðast á milli Manhattan og New Jersey, muni koma í miðstöðina á hverjum degi. Bygging hennar hefst á mánudaginn, þegar fjögur ár og einn dagur verða liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×