Erlent

Saddam játar á sig glæpi

Saddam Hussein, fyrrum forseti Íraks, hefur játað að hafa fyrirskipað aftökur og önnur óhæfuverk í stjórnartíð sinni, sagði Jalal Talabani, núverandi forseti, í sjónvarpsviðtali í gærkvöld. Talabani sagði dómara hafa tjáð sér að honum hefði tekist að fá Saddam til að játa á sig glæpi, þar á meðal aftökur. Talabani sagði ekki hvaða málum játningar Saddams tengdust en sagði sumar þeirra snúa að málum sem hann verður ákærður fyrir. Saddam Hussein verður dreginn fyrir dóm 19. október vegna fjöldamorða á sjíum í Dujail 1982.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×