Bölvun á íslenska landsliðinu 6. september 2005 00:01 Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur." Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Fram - Valur | Toppliðið í heimsókn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan. Síðan þá hafa átta leikir tapast, gegn þjóðum á borð við Albaníu, Makedóníu, Rúmeníu og Búlgaríu. "Þetta er athyglisverð tölfræði en við spáum ekkert í hana," segir Ásgeir Sigurvinsson, annar íslensku landsliðsþjálfaranna, sem undirbýr nú lið sitt af kappi fyrir leikinn í dag. "Nú er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum og ég er sannfærður um að við getum það," bætir hann við. Ásgeir segir að verið sé að vinna í því að tjasla leikmönnum saman eftir átökin gegn Króatíu en þeir létu íslensku leikmennina svo sannarlega finna fyrir sér. "Grétar Steinsson er marinn og Auðun Helgason er tæpur í hnénu en Indriði og Heiðar eru að koma til og ég vonast til þess að það geti allir leikið," segir Ásgeir. Stærsta áhyggjuefni Íslands fyrir leikinn í dag er hálsbólga sem hrjáir fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en að sögn Ásgeirs hefur hann fengið lyf við bólgunni og ætti að öllu óbreyttu að vera leikfær. Hann hélt sig þó að mestu inni á hótelherbergi sínu í gærdag. Kollegi Ásgeirs hjá Búlgaríu, hinn skrautlegi Hristo Stoitjkov, verður í banni í leiknum eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn Svíum um síðustu helgi. Ásgeir telur þó að fjarvera hans hafi ekki mikil áhrif á búlgarska liðið. "Aðstæður eru mjög góðar, það er um 22 stiga hiti og leikið verður á stórum leikvangi svo að ég á ekki von á öðru en að þetta verði hörkuleikur."
Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Fram - Valur | Toppliðið í heimsókn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira