Erlent

Hvirfilbylurinn Nabi í Japan

Öflugur hvirfilbylur reið yfir Japan í morgun. Fjórir létust og fjórtán er saknað. Tugir þúsunda urðu að flýja heimili sín þegar bylurinn Nabi skall á ströndinni með miklum látum. Vindhraðinn var um þrjátíu og fimm metrar á sekúndu og urðu umtalsverðar skemmdir, flóð og aurskriður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×