Erlent

Fellibylur í Japan

Tugir þúsundir þurftu að yfirgefa heimili sín og sjór gekk langt upp á land svo strandbæir fóru á kaf. Sjötíu þjóðvarnarliðar voru sendir á svæðið til að aðstoða fólk í neyð og styrkja flóðavarnir. Áætlunarflugi var aflýst, lestir og ferjur gengu ekki og hraðbrautir lokuðust svo tugþúsundir ferðalanga urðu strandaglópar. Vindhraði í fellibylnum var um 35 metrar á sekúndu og fylgdi honum mikil rigning. "Vindurinn var svo mikill í morgun að ég gat varla gengið. Ég gat ekki farið út úr húsi," sagði Mitoshi Shiroi, verslunareigandi í Tarumizu á Kyushu eyju við strendur Japan en verslun hans var á kafi í vatni vegna flóðanna sem fylgdu fellibylnum. Einn fannst látinn í húsi sínu sem eyðilagðist í aurskriðu og níu var saknað í tveimur aurskriðum til viðbótar á eyjunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×