Erlent

Heyrðu sprengingu í vélinni

Þotan, sem var af gerðinni Boeing 737-200, brotlenti á íbúðabyggð skömmu eftir flugtak í þriðju stærstu borg Indónesíu, Medan. Að minnsta kosti 47 létu lífið á jörðu niðri en 15 farþegar komust lífs af, þar á meðal átján mánaða drengur sem fannst í fangi móður sinnar. Samgönguráðherra landsins, Hatta Rajasa, sagði að ekki yrðu orsakir slyssins ljósar fyrr en að nokkrum vikum liðnum, en verið væri að rannsaka hvers vegna flugtak hafi mistekist. Búið er að finna svarta kassa vélarinnar, sem geymir gögn um flugið. Þeir sem lifðu slysið af segja að vélin hafi hrist verulega þegar hún náði um 100 metra hæð og tekið skarpa beygju til vinstri áður en hún brotlenti á fjölfarinni umferðargötu. Sumir lýsa hárri sprengingu sem varð á meðan vélin var enn á lofti og segjast hafa séð eldhnött í kjölfar sprengingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×