Erlent

Hringir Satúrnusar úr snjóboltum

Þá hefur komið í ljós að agnirnar snúast mun hægar en talið var, samkvæmt nýjum niðurstöðum úr Cassini geimverkefninu, sem er samvinnuverkefni Bandaríkjamanna og Evrópumanna. Þetta virðist einnig vera raunin í þeim hlutum hringjanna þar sem agnirnar eru hvað þéttastar og ættu í raun að rekast á í sífellu. "Að okkar mati snúast agnirnar mjög hægt. Það segir okkur sitthvað um agnirnar sjálfar," segir Linda Spilker verkefnisstjóri. Vísindamennirnir komust að þessari niðurstöðu með því að rannsaka hitastig agnanna. Ef árekstrar væru tíðir héldist hitastigið stöðugt. Þeir komust hins vegar að því að hitastig agnanna fellur um 15 gráður á Kelvin kvarða þegar þær njóta ekki sólarljóss. Það bendir til þess að þær snúist nægilega hægt til að kólna þegar þær eru í skugga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×