Erlent

Geymslu skotvopna ábótavant

Tæplega tvær milljónir bandarískra barna búa á heimilum þar sem hlaðin skotvopn eru geymd á ótryggum stöðum, samkvæmt könnun á geymslu skotvopna á bandarískum heimilum. Niðurstöðurnar eru byggðar á símakönnun þar sem hringt var í 240 þúsund fullorðna einstaklinga, og eru þetta fyrstu tölfræðilegu niðurstöður sinnar tegundar sem sýna hvernig byssur eru geymdar í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna, auk Washington D.C. Á landsvísu sögðu 33% aðspurðra að þeir geymdu skotvopn á heimili sínu eða við það. Hæsta hlutfallið var í Wyoming, þar sem 63% aðspurðra sagðist eiga skotvopn. Lægsta hlutfallið var hins vegar í Washington D.C. þar sem 5% svöruðu því játandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×