Erlent

Vatni dælt úr New Orleans

Vinna er hafin við að dæla vatni af götum New Orleans út í stöðuvatnið Pontchartrain, en gríðarlegt heinsunarátak og uppbyggingarstarf er nú framundan í borginni. Verkfræðingar vinna hörðum höndum að því að gera við og loka risastórum rofum sem komu í varnargarða við vatnið þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir svæðið fyrir rúmri viku og olli hrikalegri eyðileggingu. Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, segir að óttast sé að tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum í borginni. Lík liggja á víð og dreif og hefur vörugeymslu í bænum Saint Gabriel í Louisiana verið breytt í líkhús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×