Einnar íslenskrar konu enn leitað 6. september 2005 00:01 Einnar íslenskrar konu, Ritu Daudin, er saknað eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans og nágrenni fyrir rúmri viku. Rita er 67 ára gömul og býr í hverfinu Metairie í New Orleans. Hilmar Skagfield, ræðismaður Íslendinga í Tallahassee, segir lögreglumenn leita Ritu en úthverfið þar sem hún búi sé á kafi í vatni eftir fellibylinn. Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch sem leitað var frá fyrsta degi fannst heil á húfi á heimili sínu í Gulfport á sunnudagsmorgun. Karly Jóna Kristjónsdóttur Legere, kölluð Systa, eiginmaður hennar og tvær uppkomnar dætur komu svo í leitirnar um miðjan dag í gær. Þeirra hafði verið leitað frá því í fyrradag. Halldór Gunnarsson, sem býr í Long Beach í Mississippi, bankaði fyrst upp á hjá Lilju: "Henni leið vel. Ég spurði hvort hana vantaði eitthvað en hún kvað svo ekki vera." Halldór hóf leit að Lilju eftir að mágur hennar hafði samband við hann og bað um aðstoð við leitina. Í kjölfarið hafði utanríkisráðuneytið samband við Halldór og bað hann að leita að Systu. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Diamond Head, um 75 kílómetra norðaustur af New Orleans sem fór illa í óveðrinu. Þangað hélt Halldór í gær. "Miklar skemmdir urðu á bílskúrnum við heimili Systu en húsið stóð. Henni leið mjög vel og var að leggja sig þegar ég fann hana. Hvorki amaði neitt að henni né að fjölskyldu hennar," sagði Halldór sem hafði ekki sofið í tvo sólarhringa vegna leitarinnar að íslensku konunum. Halldór mun ekki leita að Ritu: "Það er miklu erfiðara fyrir mig að komast til New Orleans því búið er að loka þjóðveginum. Ég hef því aðeins getað leitað hér í kring. Ég myndi þó keyra til Kaliforníu og leita að fólki þar, ef þyrfti og ég gæti, því það er sannarlega þess virði að geta fært ættingjum svona gleðifréttir." Systkini Lilju, Jakob og Helga, voru að vonum ánægð að heyra að systir þeirra væri óhult. "Þetta er sannarlega mikill léttir," segir Jakob sem hafði ráðgert að halda utan í dag og leita sjálfur að henni. Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Einnar íslenskrar konu, Ritu Daudin, er saknað eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans og nágrenni fyrir rúmri viku. Rita er 67 ára gömul og býr í hverfinu Metairie í New Orleans. Hilmar Skagfield, ræðismaður Íslendinga í Tallahassee, segir lögreglumenn leita Ritu en úthverfið þar sem hún búi sé á kafi í vatni eftir fellibylinn. Lilja Aðalbjörg Ólafsdóttir Hansch sem leitað var frá fyrsta degi fannst heil á húfi á heimili sínu í Gulfport á sunnudagsmorgun. Karly Jóna Kristjónsdóttur Legere, kölluð Systa, eiginmaður hennar og tvær uppkomnar dætur komu svo í leitirnar um miðjan dag í gær. Þeirra hafði verið leitað frá því í fyrradag. Halldór Gunnarsson, sem býr í Long Beach í Mississippi, bankaði fyrst upp á hjá Lilju: "Henni leið vel. Ég spurði hvort hana vantaði eitthvað en hún kvað svo ekki vera." Halldór hóf leit að Lilju eftir að mágur hennar hafði samband við hann og bað um aðstoð við leitina. Í kjölfarið hafði utanríkisráðuneytið samband við Halldór og bað hann að leita að Systu. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Diamond Head, um 75 kílómetra norðaustur af New Orleans sem fór illa í óveðrinu. Þangað hélt Halldór í gær. "Miklar skemmdir urðu á bílskúrnum við heimili Systu en húsið stóð. Henni leið mjög vel og var að leggja sig þegar ég fann hana. Hvorki amaði neitt að henni né að fjölskyldu hennar," sagði Halldór sem hafði ekki sofið í tvo sólarhringa vegna leitarinnar að íslensku konunum. Halldór mun ekki leita að Ritu: "Það er miklu erfiðara fyrir mig að komast til New Orleans því búið er að loka þjóðveginum. Ég hef því aðeins getað leitað hér í kring. Ég myndi þó keyra til Kaliforníu og leita að fólki þar, ef þyrfti og ég gæti, því það er sannarlega þess virði að geta fært ættingjum svona gleðifréttir." Systkini Lilju, Jakob og Helga, voru að vonum ánægð að heyra að systir þeirra væri óhult. "Þetta er sannarlega mikill léttir," segir Jakob sem hafði ráðgert að halda utan í dag og leita sjálfur að henni.
Erlent Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira