Erlent

Samkomulag um innflutning á fötum

Kína og Evrópusambandið hafa loks náð tímabundnu samkomulagi um innflutning á fötum og öðrum vefnaðarvörum. Fatnaður saumaður í Kína hefur hlaðist upp í tonnatali í höfnum Evrópu, þar sem innflutningskvótar fyrir árið 2005 voru orðnir fullnýttir. Það sem þegar er komið til Evrópu fær að fara í gegn, en á móti samþykkja Kínverjar að lækka innflutningskvótann um 24 milljónir peysa á næsta ári, níu milljónir buxna og sex milljónir brjóstahalda. Innflutningskvótar voru afnumdir um áramótin síðustu, en settir á aftur 12. júlí, til að vernda evrópskan fataiðnað, og þeir munu standa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×