Erlent

Níu létust í kláfslysi

Að minnsta kosti níu manns létu lífið í dag þegar þyrla sem var að flytja steypu á skíðasvæðinu Sölden í Austurríki, missti hluta farmsins á kláf sem var að ferja skíðafólk upp í fjall. Þyrlan var um þrjú hundurð metra fyrir ofan kláfferjuna. Einn kláfurinn féll til jarðar og tveir þeirra sveifluðust svo mikið í kjölfarið að farþegar í þeim hentust út. Allir hinna látnu voru Þjóðverjar, sex börn og þrír fullorðnir. Steypuklumpurinn sem féll á kláfferjuna vóg um sjö hundruð og fimmtíu kíló.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×