Erlent

Flóttamenn á gúmmíbátum

Þetta er mesti fjöldi flóttamanna sem náðst hafa á tveimur sólarhringum á Spáni á þessu ári. Allt að því 60 manns voru á hverjum gúmmíbáti. Flóttamennirnir voru flestir karlmenn og meirihluti þeirra frá Marokkó. Þúsundir flóttamanna reyna að komast yfir Gíbraltarsund frá Afríku til Spánar á hverju ári. Margir nást og eru sendir aftur til heimalands síns en þúsundir ná að sleppa. Fjöldi fólks lætur lífið á leiðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×