Erlent

Tony Blair heimsækir Kína

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti Hu Jintao, forseta Kína í morgun en Blair er í fjögurra daga heimsókn í Kína til að styrkja viðskiptasamband Kína og Evrópusambandsins. Þá munu leiðtogarnir einnig ræða um loftslagsbreytingar og áætlanir Norður Kóreu um að hefja kjarnorkuframleiðslu. Blair mun í ferð sinni einnig heimsækja Indland þar sem hann mun hitta forseta landsins en Blair hefur lýst því yfir að mikilvægt sé að styrkja viðskiptasambönd Evrópusamabandsins við þessi stórveldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×