Erlent

Nokkrir komust lífs af á Súmötru

Fyrir stundu kom í ljós að nokkrir komust lífs af þegar Boeing 737-200 farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í norðurhluta Súmötru á Indónesíu í morgun, en hundrað og tólf farþegar voru um borð í vélinni og fimm manna áhöfn. Enn er ekki vitað hvað olli flugslysinu. Um þrjátíu manns á jörðu niðri létu lífið á því svæði, þar sem þotan skall niður. Meðal farþega í þotunni var fylkisstjóri Norður-Súmötru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×