Erlent

Bensínskortur í Írak

Stjórnvöld í Írak hafa ákveðið að takmarka umferð í Bagdad og nágrenni vegna skorts á bensíni. Þannig munu bifreiðar með númer, sem enda á sléttri tölu, fá að aka þar um annan hvern dag og hinir með oddatölu aðra daga. Írak er þriðja mesta olíuframleiðsluríki heims, en annar ekki eftirspurn á heimamarkaði meðal annars vegna þess að olíuhreinsunarstöðvar virka ekki sem skyldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×