Erlent

Pútín rekur yfirmann flotans

MYND/AP
Vladímír Pútín, forseti Rússlans, rak í dag Vladímír Kúrojodov, yfirmann rússneska flotans, úr starfi. Forsetinn gaf ekki upp ástæðu fyrir brottvikningunni en rússneskir fjölmiðlar leiða að því líkur að hann hafi verið látinn fara vegna vandræðagangs innan sjóhersins. Flotinn sætti harðri gagnrýni í síðasta mánuði þegar sjö rússneskir sjóliðar sátu fastir í smákafbát úti fyrir Kamsjatkaskaga í rúma þrjá sólarhringa, en það var breskur kafbátur sem bjargaði þeim. Þótti það hin mesta sneypa fyrir rússneska herinn og var þá sagt að hann hefði ekki yfir sama búnaði að ráða og herir Atlantshafsbandalagsins. Pútín hefur skipað Vladímír Masorín aðmírál yfirmann flotans í stað Kúrojedovs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×