Erlent

Fellibylur veldur usla í Kína

Að minnsta kosti 54 hafa látist í Kína í flóðum og aurskriðum af völdum fellibylsins Talim sem gekk á land á fimmtudaginn var. Fellibylurinn hefur valdið miklu tjóni Anhui-héraði og borginni Wenzhou en alls hafa hundrað þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín vegna hans. Talim olli einnig usla á Taívan um miðja síðustu en þar létust að minnsta kosti tveir og tugir slösuðust. Fellibyljir eru tíðir á vesturhluta Kyrrahafs á sumrin og til að mynda stefnir bylur af stærðargráðunni þrír á japönsku eyjuna Kyushu en búist er við að það dragi nokkuð úr styrk hans áður en hann nær ströndum eyjarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×