Slepptu blöðrum í minningu látinna 3. september 2005 00:01 Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og slepptu 331 hvítri blöðru upp í loftið til minningar um gíslana sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Tsjetsjenskir hryðjuverkamenn réðust inn í barnaskólann í Beslan fyrir ári og þremur dögum. Árásin var vel undirbúin, þeir höfðu komið sprengiefni og vopnum fyrir í skólanum áður og áttu því auðvelt með að ná honum og um eitt þúsund skólabörnum og kennurum á sitt vald. Rússneski herinn var kallaður til og sátu hersveitir um skólann í þrjá daga á meðan ættingjar gíslanna fylgdust angistarfullir með og vissu ekki hvað fór fram inni í skólanum. Rússnesk yfirvöld neituðu með öllu að semja við gíslatökumennina. Á þriðja degi, klukkan fimm mínútur yfir eitt eftir hádegi að staðartíma, heyrðist sprenging innan úr skólanum. Þá ákvað herinn að ráðast til inngöngu og freista þess að frelsa gíslana. Það fór allt á versta veg, hersveitirnar lentu í langvinnum skotbardögum við mannræningjanna, sem enduðu á að sprengja sig í loft upp, allir nema einn. 331 lét lífið í átökunum, þar af rúmur helmingur börn. Ættingjar þeirra sem létust hafa lengi barist fyrir því að málið verði rannsakað og því komið á hreint hver beri ábyrgð á því að svo auðvelt var fyrir hryðjuverkamennina að taka skólann og eins hverjum það sé að kenna að svo margir dóu þegar reynt var að frelsa gíslana. Fulltrúar mæðra barna sem létu þarna lífið hittu Pútín Rússlandsforseta í gær og kröfðust þess að stjórnendur aðgerðanna yrðu látnir sæta ábyrgð. Forsetinn lofaði því að málið yrði skoðað en benti á að ekkert ríki gæti tryggt algert öryggi borgara sinna, eins og íbúar New York, Madrídar og Lundúna hefðu fengið að finna fyrir á undanförnum árum. Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Íbúar Beslan í Norður-Ossetíu komu saman klukkan fimm mínútur yfir níu í morgun og slepptu 331 hvítri blöðru upp í loftið til minningar um gíslana sem létust í umsátrinu um barnaskólann fyrir nákvæmlega ári síðan. Tsjetsjenskir hryðjuverkamenn réðust inn í barnaskólann í Beslan fyrir ári og þremur dögum. Árásin var vel undirbúin, þeir höfðu komið sprengiefni og vopnum fyrir í skólanum áður og áttu því auðvelt með að ná honum og um eitt þúsund skólabörnum og kennurum á sitt vald. Rússneski herinn var kallaður til og sátu hersveitir um skólann í þrjá daga á meðan ættingjar gíslanna fylgdust angistarfullir með og vissu ekki hvað fór fram inni í skólanum. Rússnesk yfirvöld neituðu með öllu að semja við gíslatökumennina. Á þriðja degi, klukkan fimm mínútur yfir eitt eftir hádegi að staðartíma, heyrðist sprenging innan úr skólanum. Þá ákvað herinn að ráðast til inngöngu og freista þess að frelsa gíslana. Það fór allt á versta veg, hersveitirnar lentu í langvinnum skotbardögum við mannræningjanna, sem enduðu á að sprengja sig í loft upp, allir nema einn. 331 lét lífið í átökunum, þar af rúmur helmingur börn. Ættingjar þeirra sem létust hafa lengi barist fyrir því að málið verði rannsakað og því komið á hreint hver beri ábyrgð á því að svo auðvelt var fyrir hryðjuverkamennina að taka skólann og eins hverjum það sé að kenna að svo margir dóu þegar reynt var að frelsa gíslana. Fulltrúar mæðra barna sem létu þarna lífið hittu Pútín Rússlandsforseta í gær og kröfðust þess að stjórnendur aðgerðanna yrðu látnir sæta ábyrgð. Forsetinn lofaði því að málið yrði skoðað en benti á að ekkert ríki gæti tryggt algert öryggi borgara sinna, eins og íbúar New York, Madrídar og Lundúna hefðu fengið að finna fyrir á undanförnum árum.
Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira