Mannekla hefur slæm áhrif 19. ágúst 2005 00:01 Leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda því að ekki sé hægt að stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Launin verði að hækka til þess að fá hæft fólk til starfa. Foreldri er undrandi á því að vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári. "Við erum of fáar og getum þar af leiðandi ekki byggt upp jafn gott starf né stundað þá markvissu vinnu sem við vildum," segir Jódís sem telur af og frá að hægt væri að leysa vandamálið með því að fá eldri borgara eða foreldra til starfa inni á leikskólunum. "Það vill brenna við að höfuðmáli skiptir hverjir sjá um börnin stóran hluta dagsins," segir Jódís. "Leikskólaárin eru helstu mótunarár barnanna og leikskólar eru menntastofnanir eins og aðrir skólar í borginni." Jódís segir einu færu leiðina að hækka launin til þess að fá hæft fólk til starfa inn á leikskólana. "Mjög margir hafa áhuga á því að starfa á leikskóla enda eru þeir yndislegir vinnustaðir. Fólk hefur hins vegar einfaldlega ekki efni á því," segir Jódís. Nína Margrét Grímsdóttir, foreldri þriggja ára barns á Sjónarhóli, segir foreldra alla af vilja gerða til þess að skilja aðstöðu starfsfólks leikskólans. Hún lýsir þó undrun sinni á því að vandamálið komi upp nær á hverju ári og telur það helgast af því að launin séu of lág. "Framtíðarlausn á málinu væri að hækka laun faglærðra leikskólakennara en ekki að ráða fleira ófaglært starfsfólk," segir Nína Margrét. "Það skiptir miklu máli hver sér um börnin á daginn, ef einhvers staðar þarf að vanda til verka er það til starfa með börnunum." Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir kjarasamninga ófaglærðs starfsfólks lausa í haust. Ekki komi til greina að bregðast við manneklu með því að hækka launin á öðrum grundvelli en kjarasamningum. "Það er auðvitað mjög slæmt mál að mannekla skuli koma upp á hverju hausti," segir Stefán Jón. "Þegar til lengri tíma er litið er hins vegar ljóst að krafan snýr að því að mennta fleiri leikskólakennara. Þannig þyrftum við ekki að reiða okkur á ófaglært starfsfólk." "Vandamálið er ekki nýtt og ástandið hefur raunar varað lengi," segir Jódís Hlöðversdóttir, textílhönnuður og leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Tíu börn verða send heim úr leikskólanum á hádegi dag hvern frá og með mánudegi vegna manneklu. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda því að ekki sé hægt að stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Launin verði að hækka til þess að fá hæft fólk til starfa. Foreldri er undrandi á því að vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári. "Við erum of fáar og getum þar af leiðandi ekki byggt upp jafn gott starf né stundað þá markvissu vinnu sem við vildum," segir Jódís sem telur af og frá að hægt væri að leysa vandamálið með því að fá eldri borgara eða foreldra til starfa inni á leikskólunum. "Það vill brenna við að höfuðmáli skiptir hverjir sjá um börnin stóran hluta dagsins," segir Jódís. "Leikskólaárin eru helstu mótunarár barnanna og leikskólar eru menntastofnanir eins og aðrir skólar í borginni." Jódís segir einu færu leiðina að hækka launin til þess að fá hæft fólk til starfa inn á leikskólana. "Mjög margir hafa áhuga á því að starfa á leikskóla enda eru þeir yndislegir vinnustaðir. Fólk hefur hins vegar einfaldlega ekki efni á því," segir Jódís. Nína Margrét Grímsdóttir, foreldri þriggja ára barns á Sjónarhóli, segir foreldra alla af vilja gerða til þess að skilja aðstöðu starfsfólks leikskólans. Hún lýsir þó undrun sinni á því að vandamálið komi upp nær á hverju ári og telur það helgast af því að launin séu of lág. "Framtíðarlausn á málinu væri að hækka laun faglærðra leikskólakennara en ekki að ráða fleira ófaglært starfsfólk," segir Nína Margrét. "Það skiptir miklu máli hver sér um börnin á daginn, ef einhvers staðar þarf að vanda til verka er það til starfa með börnunum." Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir kjarasamninga ófaglærðs starfsfólks lausa í haust. Ekki komi til greina að bregðast við manneklu með því að hækka launin á öðrum grundvelli en kjarasamningum. "Það er auðvitað mjög slæmt mál að mannekla skuli koma upp á hverju hausti," segir Stefán Jón. "Þegar til lengri tíma er litið er hins vegar ljóst að krafan snýr að því að mennta fleiri leikskólakennara. Þannig þyrftum við ekki að reiða okkur á ófaglært starfsfólk." "Vandamálið er ekki nýtt og ástandið hefur raunar varað lengi," segir Jódís Hlöðversdóttir, textílhönnuður og leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Tíu börn verða send heim úr leikskólanum á hádegi dag hvern frá og með mánudegi vegna manneklu.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira