Innlent

Fjármálaráðuneyti hafnaði áskorun

Fjármálaráðuneytið hafnaði áskorun Félags íslenskra bifreiðareigenda um lækkun skatta á bensíni fyrir bifreiðar. Á heimasíðu FÍB segir að félagið vænti þess að erindi um lækkun skatta á bensíni hafi verið tekið fyrir hjá ríkisstjórninni þó að á svarbréfinu virðist sem það hafi eingöngu verið tekið fyrir hjá fjármálaráðuneytinu. Ástæða áskorunarinnar er sögulegt hámark heimsmarkaðsverðs á bensíni og díselolíu. Um átta þúsund manns hafa tekið undir áskorun FÍB á heimasíðu félagsins og mun áskorunin vera ítrekuð síðar í þessum mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×