Innlent

Verðbólga minnst á Íslandi

Verðbólga mælist minnst á Íslandi af löndum á evrópska efnahagssvæðinu. Það skal þó tekið fram að í þessum mælikvarða er vísitala eigin húsnæðis ekki tekin með. Ef sú eining er tekin með mælist verðbólgan 3,7 prósent. Þá mælist samræmd vísitala neysluverðs á Íslandi í júlí 129,1 stig en samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjunum var 117,8 stig. Í frétt Hagstofunnar segir að frá júlí 2004 hafi verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, verið 2,1 prósent að meðaltali í ríkjum EES, 2,2 prósent á evrusvæðinu og 0,5 prósent á Íslandi. Verðbólgan mældist hins vegar mest í Lettlandi eða 6,3 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×