Innlent

Innflytjendur hafa góð áhrif

Meirihluti Íslendinga telur að innflytjendur hafi góð áhrif á efnahagslífið en aðeins sextán prósent telja áhrifin slæm. Þetta eru niðurstöður könnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Rauða krossinn. Neikvæðustu viðhorfin eru gagnvart múslímum og geðfötluðum. Samkvæmt könnuninni telur meirihluti landsmanna að innfyltjendur hafi góð áhrif á efnahagslífð. Næstum fjórum sinnum fleiri telja að lífsgæði sín hafi batnað við aukinn fjölda innflytjenda á Íslandi heldur en þeir sem segja að lífsgæðin hafi versnað. 57 prósent segjast mundu vera jákvæð gagnvart því að barn sitt giftist útlendingi en 16 prósent neikvæð. Þórir Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi Rauðakrossins, segir að í framhaldinu af þessari könnun verði reynt að ná til þeirra sem eru neikvæðir. Þórir sagði að þegar spurt væri um múslima eða geðfatalaða eru fleiri neikvæðir, en þó segja fleiri að það skipti engu máli en ekki. Könnunin sýnir að þrátt fyrir almenna ánægju með aukinn fjölbreytileika samfélagsins þá segist einn af hverjum fimm aðspurðum mundu vera mjög ósáttur við að búa í næstu íbúð við múslima. Þórir segir mikilvægt að koma í veg fyrir fordóma og mismunun gagnvart þeim sem hingað flytja. En var eitthvað í könnuninni sem veldur Rauða krossinum áhyggjum. Þórir sagði að Rauði krossinn hefði nokkrar áhyggju af því hversu margir segjast ekki myndu vilja búa við hliðina á geðfötluðum. Hann sagði að þeir sem væru helst neikvæðir tilheyrðu hópi eldra fólks og fólks sem hefur minni menntun. Hann sagði þó að ekki væri hægt að sjá sterka tilhneigingu því í þessum hópum er fleiri jákvæðir en neikvæðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×