Innlent

Gjaldskrá leigubíla hækkuð

Í gær hækkaði gjaldskrá leigubifreiða á landinu um rúm átta prósent og er startgjald leigubíla í dag þá orðið 470 krónur en var 430 áður. Sú breyting hefur orðið eftir að olíugjald var sett á í stað þungaskatts í sumar að svokölluð vísitala bifreiða er lögð til grundvallar þegar hugað er að breytingum á gjaldskrá leigu-, vöru- eða sendibíla en sú breyting kom einna harðast niður á leigubílstjórum. Þótti því ástæða til hækkunar sem nú hefur tekið gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×