Erlent

Flugskeytum skotið að herskipum

Þremur flugskeytum var skotið að tveimur bandarískum herskipum sem voru í höfn í Jórdaníu í morgun. Skeytin hæfðu þó ekki skotmarkið heldur lentu þau á birgðageymslu og sjúkrahúsi, þar sem einn hermaður féll, og svo í Eilat í Ísrael, sem er í níu kílómetra fjarlægð. Herskipin létu þegar í stað úr höfn og lóna nú fyrir ströndum Jórdaníu, nægilega langt frá landi til að vera úr hættu. Jórdönsk yfirvöld leita tilræðismannanna sem eru sagðir hafa skotið flugskeytunum úr vöruhúsi í nágrenninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×