Erlent

Ástæða fluglsyss enn óljós

Frumrannsóknir á líkum farþeganna um borð í kýpversku farþegaþotunni sem fórst á Grikklandi í síðustu viku leiddu í ljós að engar líkur eru á að hættulegar lofttegundir hafi dreifst um vélina og valdið meðvitundarleysi eða dauða þeirra sem voru um borð. Vonast var til þess að rannsóknirnar gæfu vísbendingar um ástæður þess að hundrað tuttugu og einn um borð missti meðvitund á flugi vélarinnar frá Larnaca á Kýpur til Prag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×