Erlent

Yfir 90% undir fátæktarmörkum

Yfir 90% íbúa Tsjetsjeníu lifa undir fátæktarmörkum. Þetta segir efnahags- og þróunarmálaráðherra Rússlands en fátækramörkin miðast við 72 evrur á mánuði eða sem nemur um 5.600 krónum. Efnahagur tsjetsjensku þjóðarinnar er í rúst vegna stríðs á milli rússneska hersins og aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði landsins. Ástandið er öllu skárra í Rússlandi þó ekki geti það talist gott en þar lifa 17% manna undir fátæktarmörkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×