Erlent

Stelpum á pillunni snarfjölgar

Dönskum unglingsstúlkum sem nota getnaðarvarnarpilluna hefur fjölgað mikið samkvæmt könnun samtaka danskra lækna. Í könnuninni kemur til dæmis fram að 589 10-14 ára stúlkur á Fjóni nota pilluna að staðaldri og hefur þeim fjölgað um 41 prósent á fimm árum. Stærstur hluti stúlknanna segist vera á pillunni vegna þess að þær eru farnar að sofa hjá en allmargar taka hana til að slá á tíðaverki. Læknir sem rætt er við í Jyllands-Posten segir málið alvarlegt, ekki einungis af því að stúlkurnar hafi ekki þroska til að stunda kynlíf heldur líka vegna aukaverkana sem pillan getur valdið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×