Innlent

Saurgerlar í Munaðarnesi

Saurgerlar og Kampfýlobakteríur hafa fundist í drykkjarvatni orlofshúsa í Munaðarnesi í Borgarnesi. Viðvörun vegna þessa hefur verið dreift til íbúa á svæðinu. Gerlarnir fundust í vatnsbóli sem tekið var í notkun á svæðinu fyrir um tveimur árum. Að sögn umhverfisfulltrúa Borgarness hafa verið gerðar ráðstafanir til að hreinsa vatnsbólið. Íbúar á svæðinu hafa verið hvattir til að sjóða allt drykkjarvatn meðan unnið er að hreinsun vatnsbólsins. Helgi sagði að eftir að sú lausn að sjóða vatn kom upp, þá hafi verið hengdar upp auglýsingar á svæðinu. Hann sagði kamfýlóbakteríur geta valdið magasýkingur og þá um leið niðurgangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×