Erlent

Haldið upp á afmæli Castro

Mikið var um hátíðahöld á Kúbu í dag þegar haldið var upp á 79 ára afmæli Fidels Castro. Forsíður dagblaða voru helgaðar leiðtoga landsins til 46 ára og heimildarþættir um hann voru sýndir í sjónvarpi. Skólabörn bökuðu tertu handa Castro, sem hefur verið lengur við völd en nokkur annar þjóðhöfðingi. Daginn fyrir afmælið fagnaði Castro sigri í dómsmáli þegar bandarískur dómstóll fyrirskipaði ný réttarhöld í máli fimm meintra kúbanskra njósnara á Flórída, þar sem andstæðingar Castros eru fjölmennir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×