Erlent

Bóluefni gegn fuglaflensu

Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að þróa bóluefni handa fólki til að sporna gegn fuglaflensu að því er talsmenn bandaríska heilbrigðisráðuneytisins segja. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að fjöldaframleiðsla á bóluefninu hefjist að nokkrum vikum liðnum en efnið hefur reynst afar áhrifaríkt í tilraunum. Talsvert hefur verið fjallað um hættuna af því að fuglaflensa berist hratt milli manna takist henni að stökkbreyta sér. Reynist bóluefnið jafn vel og Bandaríkjamenn segja virðist sú ógn minni en áður var talið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×