Erlent

Námaverkamenn innilokaðir í Kína

Yfir eitt hundrað námaverkamenn í borginni Zingzing í Kína lokuðust inni í göngum þegar vatn flæddi þar inn í gær. Björgunarlið vinnur enn að því að koma mönnunum út en námur í Kína eru taldar þær hættulegustu heimi enda öryggisviðbúnaður í þeim afar bágborinn. Á fyrri helmingi þessa árs hafa tæplega 3000 námaverkamenn látist í námuslysum þar í landi en talið er að tölurnar séu enn hærri þar sem stjórnendur námanna falsi oft skýrslur til að komast hjá sektum og lokun námanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×