Erlent

Lík af börnum geymd í leyni

Meira en þrjú hundruð lík af börnum og fóstrum voru geymd í formalíni á sjúkrahúsi í París án vitundar aðstandenda þeirra. Málið hefur vakið hörð viðbrögð í Frakklandi. Svo virðist sem lík fóstra og barna sem fæddust andvana hafi hvorki verið brennd né grafin eins og foreldrum barnanna var sagt. Í líkhúsi sjúkrahússins Saint Vincent de Paul voru þau geymd og setti í krukkur fylltar formalíni. Talið er að líkunum hafi verið safnað í nærri tvo áratugi, eða frá því um 1985. Alls fundust 351 lík, en lítið er vitað meira um málið. Saint Vincent de Paul er einn virtasti og vinsælasti barnaspítali borgarinnar og málið er því álitshnekkir fyrir hann. Það var einn af stjórnendum sjúkrahússins sem uppgötvaði hvernig málum var komið. Rannsóknardómari hefur verið skipaður til að fara ofan í kjölinn á málinu, komast að því hvað var á seyði á sjúkrahúsinu í fjórtánda hverfi Parísar og ganga úr skugga um að slíkt hið sama hafi ekki verið gert á öðrum sjúkrahúsum í Frakklandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×