Búa til lista yfir öfgamenn 5. ágúst 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar lagabreytingar sem gera yfirvöldum kleift að vísa útlendingum úr landi vegna skoðana þeirra. Gerður verður listi yfir þá sem teljast tengjast íslömskum öfgamönnum og hryðjuverkahópum. Á blaðamannafundi í dag lét Blair hafa eftir sér að það væri á hreinu að leikreglurnar væru að breytast. Það eru orð að sönnu. Fram að þessu hafa ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu komið í veg fyrir að hægt sé að vísa útlendingum frá Bretlandi hafi þeir á annað borð fengið hæli í landinu, hvað þá breskan ríkisborgararétt. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum í síðasta mánuði hefur breska ríkisstjórnin hug á að þar verði breyting á. Blair sagði á blaðamannafundinum að hver sá sem kæmi erlendis frá og segði sjálfsmorðsprengjuárásir góðar, að slíkt fólk væri hetjur og það ætti að gera meira af slíku ætti ekki að koma til Bretlands. Ef slíkt fólk væri í landinu ætti það að fara. Gerður verður listi yfir netsíður íslamskra öfgamanna, bókabúðir og samtök sem þeim tengjast og það er út frá þeim lista sem haft verður upp á viðkomandi einstaklingum. Aðspurður hvort tugir eða hundruð myndu rata á listann svaraði forsætisráðherrann því að ræturnar lægju mjög djúpt og víða um heiminn. Það yrði að slíta þær upp um leið og fengist væri við allt hitt. Þess vegna væru atburðir í Miðausturlöndum mjög mikilvægir. Það sem gerðist þar væri mjög mikilvægur hluti af því að sigra í baráttunni á Bretlandi, það sem gerðist í Írak og Afganistan skipti miklu máli í þeirri baráttu. Forsætisráðherrann ljáði einnig máls á yfirlýsingum næstráðanda al-Qaida, Aymans al-Zawahris, sem birt var í fjölmiðlum í gær þar sem Zawahri sagði Blair ábyrgan fyrir hryðjuverkunum í Lundúnum því þau væru svar við innrásinni í Írak. „Sömu menn og gáfu út þessa yfirlýsingu í gær styðja dráp á alsaklausu fólki í Írak og Afganistan og saklausu fólki um allan heim sem vill lifa eftir reglum lýðræðisins. Þegar þeir reyna að nota Írak, Afganistan og málefni Palestínumanna til að réttlæta það sem þeir gera er það helber viðbjóður því það sem þeir gera í raun í löndum eins og Írak og Afganistan þegar fólkið hefur kosið lýðræði er að reyna að koma í veg fyrir að það fái að njóta þess,“ sagði Blair. Erlent Fréttir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar lagabreytingar sem gera yfirvöldum kleift að vísa útlendingum úr landi vegna skoðana þeirra. Gerður verður listi yfir þá sem teljast tengjast íslömskum öfgamönnum og hryðjuverkahópum. Á blaðamannafundi í dag lét Blair hafa eftir sér að það væri á hreinu að leikreglurnar væru að breytast. Það eru orð að sönnu. Fram að þessu hafa ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu komið í veg fyrir að hægt sé að vísa útlendingum frá Bretlandi hafi þeir á annað borð fengið hæli í landinu, hvað þá breskan ríkisborgararétt. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum í síðasta mánuði hefur breska ríkisstjórnin hug á að þar verði breyting á. Blair sagði á blaðamannafundinum að hver sá sem kæmi erlendis frá og segði sjálfsmorðsprengjuárásir góðar, að slíkt fólk væri hetjur og það ætti að gera meira af slíku ætti ekki að koma til Bretlands. Ef slíkt fólk væri í landinu ætti það að fara. Gerður verður listi yfir netsíður íslamskra öfgamanna, bókabúðir og samtök sem þeim tengjast og það er út frá þeim lista sem haft verður upp á viðkomandi einstaklingum. Aðspurður hvort tugir eða hundruð myndu rata á listann svaraði forsætisráðherrann því að ræturnar lægju mjög djúpt og víða um heiminn. Það yrði að slíta þær upp um leið og fengist væri við allt hitt. Þess vegna væru atburðir í Miðausturlöndum mjög mikilvægir. Það sem gerðist þar væri mjög mikilvægur hluti af því að sigra í baráttunni á Bretlandi, það sem gerðist í Írak og Afganistan skipti miklu máli í þeirri baráttu. Forsætisráðherrann ljáði einnig máls á yfirlýsingum næstráðanda al-Qaida, Aymans al-Zawahris, sem birt var í fjölmiðlum í gær þar sem Zawahri sagði Blair ábyrgan fyrir hryðjuverkunum í Lundúnum því þau væru svar við innrásinni í Írak. „Sömu menn og gáfu út þessa yfirlýsingu í gær styðja dráp á alsaklausu fólki í Írak og Afganistan og saklausu fólki um allan heim sem vill lifa eftir reglum lýðræðisins. Þegar þeir reyna að nota Írak, Afganistan og málefni Palestínumanna til að réttlæta það sem þeir gera er það helber viðbjóður því það sem þeir gera í raun í löndum eins og Írak og Afganistan þegar fólkið hefur kosið lýðræði er að reyna að koma í veg fyrir að það fái að njóta þess,“ sagði Blair.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira