Erlent

Ákærður fyrir að hóta ríkisstjórn

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákært Fadi Abdullatif, talsmann íslamska stjórnmálaflokksins Hizb-ut-tahrir í Danmörku, fyrir hótanir gegn dönsku ríkisstjórninni. Abdullatif dreifði miðum við mosku í Valby í fyrrahaust og þegar texti seðilsins hafði verið þýddur á dönsku þótti ríkissaksóknara að hann mætti túlka sem hótanir gegn ríkisstjórninni. Á seðlinum voru ungir múslímar hvattir til að fara til Íraks að berjast gegn innrásarliðinu og þeim sagt að ryðja úr vegi þeim stjórnvöldum sem mögulega stæðu í vegi fyrir ferð þeirra þangað



Fleiri fréttir

Sjá meira


×